Fara í efni

ÍAK einkaþjálfaranám

ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranám sem í boði er á Íslandi. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og skiptist í kjarna, heilbrigðisgreinar og sérgreinar einkaþjálfunnar. Nám í ÍAK sérgreinum einkaþjálfunnar er kennt í Keili og tekur eitt ár.  Áfangarnir eru kenndir í samliggjandi lotum á tveimur önnum og veitir 80 fein einingar sem samsvarar að lágmarki 1.440 vinnustunda (samanstendur af hlustun netfyrirlestra, staðarlota, heimavinnu, verkefnavinnu og þátttöku í námsmati svo sem próftöku). Um er að ræða fullt nám þar sem bókleg kennsla fer að mestu leiti fram í fjarnámi og verkleg kennsla fer fram í staðlotum. Staðlotur eru 3-4 á haustönn og 7 á vorönn.

ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum ýmissa hópa; fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill öðlast þekkingu á sviði þjálfunar og næringar, íþróttafólki sem vill vera meðvitað um eigið líkamlegt hreysti, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði sérhæfðrar þjálfunar. 

K einkaþjálfaranámið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi. Námið er í heild 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar hér í Keili á tveimur önnum. Að námi loknu öðlast útskriftarnemendur viðurkenninguna ÍAK Einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranámið er vottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer) og fá útskrifaðir ÍAK einkaþjálfarar skráningu í EREPS (European Register of Exercise Professionals) gagnagrunn stofnunarinnar. 

Námið hefst næst í ágúst 2020.

Nánari upplýsingar