19.01.2021
ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum ýmissa hópa; fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill öðlast þekkingu á sviði þjálfunar og næringar, íþróttafólki sem vill vera meðvitað um eigið líkamlegt hreysti, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði sérhæfðrar þjálfunar.
Lesa meira
15.01.2021
Keilir brautskráði 66 nemendur við útskrift skólans föstudaginn 15. janúar. Vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir var útskriftin með öðru sniði en vanalega og fór athöfnin fram í beinu streymi. Útskriftarnemum gafst þó tækifæri til að senda inn umsagnir um námstímann sinn hjá Keili sem voru lesnar upp af forstöðumönnum í stað formlegrar ræðu fyrir hönd útskriftarnema.
Lesa meira
14.01.2021
Hlekk á beint streymi af útskrift úr deildum Keilis er að finna hér.
Lesa meira
12.01.2021
Mikilvægt er að hugsa nýsköpun alltaf sem hluta af kjarnastarfsemi í fyrirtækinu sínu. Hvort sem gengur vel og allt er á fullu spani eða þegar erfiðar aðstæður koma upp sem krefjast skapandi lausna. Opinn fyrirlestur um nýsköpun í ferðaþjónustu föstudaginn 15. janúar kl. 11:00.
Lesa meira
07.01.2021
Á haustmánuðum samþykkti framkvæmdastjórn Keilis nýtt skipurit. Tilgangur breytingarinnar var að afmarka betur kennslu- og stoðsvið, auka teymisvinnu þvert á svið, bæta þjónustu og samskipti og skýra betur starfsemi Keilis. Ný vefsíða Keilis er væntanleg með vorinu og mun hún endurspegla hið nýja skipurit betur.
Lesa meira
04.01.2021
Skólasetning fyrir nýnema í fjarnámi Háskólabrúar verður fimmtudaginn 7. janúar 2021 kl. 10 og fer fram á netinu. Fyrsta staðlota í náminu fer fram strax helgina eftir og hefst föstudaginn 8. janúar kl. 9 - 16.
Lesa meira
18.12.2020
Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum nemendum, vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
11.12.2020
Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Keili, Markaðsstofu Reykjaness og Íslenska ferðaklasann, bjóða upp á opið námskeið um stafræna markaðssetningu með Davíð Lúther, framkvæmdastjóra Sahara.
Lesa meira
30.11.2020
Samkvæmt tillögum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins mun ríkissjóður leggja til 190 milljónir í nýtt hlutafé til Keilis og eignast þannig meirihluta í skólanum. Er samkomulagið háð því að sveitarfélögin á Suðurnesjum leggi til sambærilega upphæð í formi hlutafjár til Keilis og verður hagaðilum kynnt sú ráðstöfun í næstu viku.
Lesa meira
19.11.2020
Námskeiðið gengur út á að koma þátttakendum í gegnum inntökupróf Háskóla Íslands í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Skráning fyrir vorið 2021 er hafin.
Lesa meira