Fara í efni

Háskólabrú í staðnámi

Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og geta nemendur að námi loknu sótt um háskólanám hérlendis og erlendis. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfaranám í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir HÍ.

Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Við veitum nemendum okkar persónulega þjónustu og reynum að efla sjálfstraust þeirra og sjálfstæði.

Háskólabrú í staðnámi

Við leggjum mikið uppúr því að nemendur okkar kynnist samnemendum sínum og helstu þáttum í skólastarfinu. Því er fyrsta vikan í staðnámi og fyrsta vinnuhelgi í fjarnámi tileinkuð hópefli, hópavinnu og kynningu á þeirri vinnu sem framundan er.

Boðið er upp á fjórar deildir á Háskólabrú: Félagsvísinda- og lagadeild, Hugvísindadeild, Viðskipta- og hagfræðideild og Verk- og raunvísindadeild. Lengd námsins fer eftir því hvaða deild er valin. Þannig tekur námið tvær annir fyrir þá nemendur sem ætla sér að stunda nám á öllum deildum nema verk- og raunvísindadeild en þar tekur námið þrjár annir.

Boðið er upp á staðnám í Háskólabrú hjá Keili á Ásbrú. Kennsla fer fram í dagskóla og kennslufyrirkomulag er í formi fyrirlestra, verkefna- og dæmatíma ásamt verklegum tímum í raungreinum.

Staðnám Háskólabrúar Keilis hefst næst í ágúst 2020.

Nánari upplýsingar