Fara í efni

Fótaaðgerðafræði

Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Þeir sem ljúka náminu samkvæmt námskrá í fótaaðgerðafræði frá mennta- og menningarmálaráðuneyti geta:

  • Sótt um starfsheitið fótaaðgerðafræðingur á grundvelli reglugerðar sem velferðarráðuneytið gefur út.
  • Sótt um starfsleyfi að loknu námi til Landlæknisembættisins.

Nám í fótaaðgerðafræði hjá Keili tekur eitt og hálft ár. Áfangarnir eru kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Nám í fótaaðgerðafræði er samtals 199 einingar og skiptist í 48 eininga nám í almennum kjarna, 61 eininga nám í heilbrigðisgreinum sem er sameiginlegt öðrum heilbrigðisstéttum, og 90 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Gert er ráð fyrir að nám í almennum kjarna og heilbrigðisgreinum taki 3 - 4 annir og að nemendur hafi alla jafna lokið því námi áður en þeir hefja nám í sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám.

Námið hefst næst í ágúst 2020.

Nánari upplýsingar