Fara í efni

Tilkynning vegna umfjöllunar um vatnsgæði á Ásbrú

Að gefnu tilefni vegna umfjöllunar um vatnsgæði á Ásbrú sem birtist í grein Stundarinnar vill framkvæmdastjórn Keilis árétta eftirfarandi.

Gæði vatns til allra íbúa bæjarins eru mæld með reglubundnum hætti samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Síðustu daga hafa verið gerðar nýjar og nákvæmar mælingar á vegum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja á Ásbrú hjá stofnunum Reykjanesbæjar sem sýna fram á að gæði neysluvatns standast heilsuverndarviðmið. 

Aðalbygging Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú var tekin í notkun árið 2010 eftir yfirgripsmikla endurnýjun á húsnæðinu. Óskað hefur verið eftir upplýsingum um hvort skipt hafi verið um vatnslagnir í húsnæðinu á þeim tíma. Sé það raunin er ekki ástæða til þess að aðhafast frekar. Komi hins vegna í ljós að vatnslagnir séu upprunalegar verður óskað eftir því við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja að gerðar verði viðeigandi mælingar á gæðum vatns í húsakynnum Keilis. 

Þangað til að niðurstöður málsins liggja fyrir beinum við þeim tilmælum til nemenda, starfsfólks og gesta í aðalbyggingu skólans um að láta vatn renna í nokkrar mínútur áður en það er notað til neyslu. Það sama verður gert fyrir allt vatn sem er nýtt til matar og drykkjar í starfsmannaaðstöðu og mötuneyti skólans.