Fara í efni

Samtvinnað atvinnuflugnám

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám – IPPP – Integrated Professional Pilot Program, er hannað fyrir þá sem hafa enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Handhafar einkaflugmannsréttinda geta einnig sótt um að fara í námið og er þá viðkomandi metinn inn í nám eftir ákvæðum reglugerðar um flugskírteini þar af lútandi.

Námið, bæði bóklega og verklega, er að öllu leiti skipulagt af skólanum og tekur um 24 mánuði að ljúka. Hámarkstími náms samkvæmt reglugerð eru 36 mánuðir frá upphafi og ber nemanda að ljúka því innan þess.

Námið er lánshæft hjá LÍN- Lánasjóð Íslenskra Námsmanna sem fjögurra anna nám.

Námið er mjög sérhæft og leggur áherslu á markmið þitt um að verða atvinnuflugmaður hjá flugfélagi á borð við Icelandair, SAS, Norwegian, Ryanair og fleiri evrópsk flugfélög. Þú munt að námi loknu getað sótt um störf hjá hvaða evrópskum flugrekanda sem er innan evrópska efnahagssvæðisins, sem krefst EASA flugskírteinis. Um það bil 90% nemenda okkar sem hafa lokið þessu námi hafa fundið starf innan eins árs frá útskrift.

Námið hefst næst í september 2020

Nánari upplýsingar