Fara í efni

Útskrift úr deildum Keilis í janúar 2021

Föstudaginn 15. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr fjarnámi Háskólabrúar Keilis og fótaaðgerðafræði.

Vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir verður útskriftin með breyttu sniði en vanalega og fer athöfnin fram í beinu streymi. Hægt verður að nálgast hlekk á streymið á heimasíðu og samfélagsmiðlum Keilis fyrir athöfnina.

Vegna þessara breyttu aðstæðna höfum við takmarkað færi á að fagna saman og viljum við því hvetja nemendur að fagna áfanganum með okkur á samfélagsmiðlum með því að merkja færslur @keilir og deila þannig þessu merkilega augnabliki bæði með okkur og samnemendum.

Streymi frá útskrift Keilis má finna hér en athöfnin hefst kl. 15:00