26.01.2021
Keilir leitar eftir kröftugum og metnaðarfullum starfsmanni í fullt starf sem tekur þátt í undirbúningi, skipulagningu og þróun á námi Háskólabrúar. Jafnframt sinnir starfsmaðurinn þjónustu við nemendur og kennara.
Lesa meira
23.01.2021
Háskólabrú Keilis í staðnámi fer fram á Ásbrú og er kennslufyrirkomulag í formi fyrirlestra, verkefna- og dæmatíma. Námið er fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi en hyggja á háskólanám. Staðnámið hentar sérstaklega þeim sem vilja sækja nám í dagskóla og sækjast eftir meiri nánd við kennara og samnemendur.
Lesa meira
22.01.2021
Samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) sem hannað er fyrir þá sem hafa enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu.
Lesa meira
21.01.2021
Ný námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hófst haustið 2019 undir Menntaskólanum á Ásbrú.
Lesa meira
20.01.2021
Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau fótamein, sem ekki krefjast sérstakrar læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast í heilbrigðiskerfinu þar að lútandi. Skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um.
Lesa meira
19.01.2021
ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum ýmissa hópa; fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill öðlast þekkingu á sviði þjálfunar og næringar, íþróttafólki sem vill vera meðvitað um eigið líkamlegt hreysti, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði sérhæfðrar þjálfunar.
Lesa meira
15.01.2021
Keilir brautskráði 66 nemendur við útskrift skólans föstudaginn 15. janúar. Vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir var útskriftin með öðru sniði en vanalega og fór athöfnin fram í beinu streymi. Útskriftarnemum gafst þó tækifæri til að senda inn umsagnir um námstímann sinn hjá Keili sem voru lesnar upp af forstöðumönnum í stað formlegrar ræðu fyrir hönd útskriftarnema.
Lesa meira
14.01.2021
Hlekk á beint streymi af útskrift úr deildum Keilis er að finna hér.
Lesa meira
12.01.2021
Mikilvægt er að hugsa nýsköpun alltaf sem hluta af kjarnastarfsemi í fyrirtækinu sínu. Hvort sem gengur vel og allt er á fullu spani eða þegar erfiðar aðstæður koma upp sem krefjast skapandi lausna. Opinn fyrirlestur um nýsköpun í ferðaþjónustu föstudaginn 15. janúar kl. 11:00.
Lesa meira
07.01.2021
Á haustmánuðum samþykkti framkvæmdastjórn Keilis nýtt skipurit. Tilgangur breytingarinnar var að afmarka betur kennslu- og stoðsvið, auka teymisvinnu þvert á svið, bæta þjónustu og samskipti og skýra betur starfsemi Keilis. Ný vefsíða Keilis er væntanleg með vorinu og mun hún endurspegla hið nýja skipurit betur.
Lesa meira