04.03.2021
Keilir, Markaðsstofa Reykjaness og Íslenski ferðaklasinn bjóða upp á opinn fyrirlestur á netinu um ábyrga upplýsingamiðlun við vá, mánudaginn 8. mars kl. 11 - 12.
Lesa meira
03.03.2021
Frumkvöðlasetrið Eldey hefur opnað í aðalbyggingu Keilis - Miðstöðvar vísinda fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar gefst frumkvöðlum á Suðurnesjum kostur á að vinna að viðskiptahugmyndum sínum og þróa þær áfram í raunveruleg viðskiptatækifæri.
Lesa meira
03.03.2021
Magdalena Maria Poslednik hefur verið ráðin í tímabundið starf verkefnastjóra á Þróunar- og markaðssviði Keilis, og mun hún sinna sérverkefnum innan skólans með áherslu á menntaúrræði fyrir Pólverja búsetta á Íslandi.
Lesa meira
02.03.2021
Mennta- og þjónustusvið Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um aldur, kyn, búsetu og þjóðerni nemenda. Frá síðustu skýrslu í október á síðasta ári hefur nemendafjöldi aukist um rúm 200 eða úr 1010 nemendum og í 1212.
Lesa meira
27.02.2021
Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir hlaðvarpinu Kennarastofan en þar er fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. Að þessu sinni er spjallað við Halldór Lárusson, skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis.
Lesa meira
25.02.2021
Keilir býður upp á röð opinna framhladsskólaáfanga og bættist í byrjun febrúar við nýr áfangi um inngang að afbrotafræði. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og byrjað hvenær sem þeim hentar.
Lesa meira
19.02.2021
Í ljósi nýbirtra upplýsinga er varða líkamssmánun og skeytingarleysi starfsmanna gagnvart umræðunni hefur markaðssvið Keilis miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs tekið þá ákvörðun að veita auglýsingafé sínu í aðra átt en að miðlum Sýnar næstu misserin.
Lesa meira
11.02.2021
Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis munu á næstunni framleiða röð nýrra hlaðvarpa undir heitinu Kennarastofan en þar verður fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi.
Lesa meira
11.02.2021
Keilir, Markaðsstofa Reykjaness og Íslenski ferðaklasinn bjóða upp á rafræna vinnustofu um gerð styrkumsókna. Viðburðurinn er haldinn á vegum Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar en á honum munu Poppins & Partners segja frá hvernig rata má í innlendu og erlendu styrkjaumhverfi.
Lesa meira
02.02.2021
Framkvæmdastjórn Keilis hefur óskað eftir upplýsingum varðandi endurbætur sem voru gerðar á húsnæði skólans árið 2010 og mun í framhaldi af því athuga hvort tilefni sé til að kanna frekar vatnsgæði í aðalbyggingu Keilis.
Lesa meira