Fara í efni

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á ferð og flugi

Ragnar Þór Þrastarson, verkefnastjóri leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku
Ragnar Þór Þrastarson, verkefnastjóri leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku

Kynningafundir vegna leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku fara fram dagana 8. og 9. júní næstkomandi. Munu Ragnar Þór Þrastarson, verkefnastjóri námsins, og Þórir Erlingsson, verkefnastjóri Nýsköpunarakademíu Ferðaþjónustunnar, leggja land undir fót og spjalla við gesti og gangandi á Selfossi, Hellu og í Kópavogi. Fundirnir verða sem hér segir:

Árhús Restaurant, Hellu
8. júní kl. 11:30 - 13:30

Kaffi Krús, Selfossi
8. júní kl. 17:00 - 19:00

GG Sport, Kópavogi
9. júní kl. 14:00 - 18:00

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku við Keili tekur einungis átta mánuði og snýst um þá hlið ferðamennskunnar sem er líkamlega krefjandi og ævintýraleg, líkt og flúðasiglingar, sjókajakróður, ísklifur og fjallamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Hluti námsins er bóklegur og fer fram í fjarnámi með reglulegum staðlotum, en hinn hlutinn er verknám sem fer fram víðs vegar um náttúru Íslands.
 
Námið er á háskólastigi og er unnið í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada, en skólinn er einn sá virtasti í heiminum í dag í sérhæfðu námi í ævintýra- og afþreyingarferðaþjónustu. Allar einingar námsins eru matshæfar í framhaldsnám innan TRU á sviði ævintýraferðamennsku fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi nám.
 
Þau sem sjá sér ekki fært að mæta á fundina þurfa ekki að örvænta en kostur gefst á að fylla út þetta eyðublað og fulltrúar leiðsögunámsins munu hafa samband sem fyrst.