Fara í efni

Samfélagsmiðlar í ferðaþjónustu

Instagram, TikTok, Facebook eru allt nöfn sem við þekkjum. Í daglegu tali tölum við um samfélagsmiðla. Hver eru áhrif samfélagsmiðla á okkar daglegustörf í dag og hvernig er hægt að nýta samfélagsmiðla til að gera vinnustað okkar meira spennandi.

Uppbygging

Námskeiðið byggjast upp á vendinámi. Þegar nám hefst fá nemendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir mæta í vinnustofur.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Starfsfólk í ferðaþjónustu sem vill auka hæfni sýna og skilning á ferðaþjónustu.  Fyrir fólk sem vill vera en betur í stakk búið til að takast á við verkefni í ferðaþjónustu þegar ferðaþjónustan kemst aftur á flug.

Ávinningur

Að námskeiðinu loknu munu nemendur kunna skil á helstu samfélagsmiðlum nútímans, hvernig þeir hafa áhrif í ferðaþjónustu og starf þeirra sem ferðaþjónar.

Lengd

Námið er byggt upp í samræmi við aðalnámsskrá framhaldsskóla þar sem ein framhaldsskólaeining samsvarar 18 til 24 klukkustunda vinnu meðalnemanda, það er að segja þriggja daga vinnu nemenda ef gert er ráð fyrir sex til átta klukkustunda vinnu að meðaltali á dag eftir eðli viðfangsefna og afkastagetu nemenda.  Þetta námskeið er samsvarandi 5 framhaldskólaeiningum.  

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 35.000 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í vinnustofum. 

Nánari upplýsingar veitir Þórir Erlingsson, verkefnastjóri Nýsköpunarakademíunar. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í vinnustofu.

Skráning