Uppfært í mars 2021
Nemendur í Aatvinnuflugnámi eiga þeir rétt á bæði skólagjalda- og framfærsluláni hjá Menntasjóði námsmanna. Þó ber að hafa í huga að hámarksupphæð gildir um skólagjaldalán samkvæmt 5. kafla úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna og lánar sjóðurinn því ekki fyrir skólagjöldunum að fullu. Lánað er fyrir fjórum önnum að hámarki samkvæmt núgildandi reglum.
Nemendur eiga rétt á námsstyrk að því sem nemur 30% niðurfærslu á höfuðstól námslánaskuldar ljúki þeir námi á þeim tíma sem skipulag skólans gerir ráð fyrir, en það á við um bæði framfærslu og skólagjaldalán ef nemendur sækja um samkvæmt nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna. Í 12. kafla úthlutnarreglna sjóðsins er að finna upplýsingar um hvaða svigrúm er til seinkunar á námi. Námsmaður ber ábyrgð á því að sjóðnum berist upplýsingar hvenær nám hófst og hvenær því lauk en þær upplýsingar verða að liggja fyrir svo hægt sé að greiða námsstyrk.