láttu drauminn rætast á þínum forsendum
Flugakademía Íslands býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu. Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma og hentar því umsækjendum með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem getur haft áhrif á nemandann.
Áður en nemandi getur hafið verklegt atvinnuflugnám þarf viðkomandi að vera handhafi einkaflugmannsskírteinis, hafa lokið tímasöfnun og vera með að minnsta kosti 150 flugtíma, þar af 100 sem flugstjóri.
Áfangaskipt atvinnuflugnám er ekki lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna þar sem það telst ekki vera heildstætt nám þar sem það skiptist niður í margar minni einingar.
Inntökuskilyrði
Umsækendur þurfa að:
- Vera 18 ára á árinu
-
Hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám að baki með að lágmarki þrjá áfanga í ensku (2. og 3. þrep), tvo áfanga í stærðfræði (2. þrep) og einn áfanga í eðlisfræði (2. þrep)*
*Ef vantar áfanga til þess að standast inntökuskilyrði getur verið möguleiki að taka eðlisfræði-, ensku- og stærðfræðiáfanga af Fjarnámshlaðborði Menntaskólans á Ásbrú samhliða samtvinnaða atvinnuflugnáminu með ákveðnum skilyrðum.
- Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate) fluglæknis.
- Vera með hreint sakavottorð og geta gengist við bakgrunnskoðun lögregluyfirvalda, vegna óhefts aðgangsheimildar inn á flugvallarasvæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvallar. Nemanda ber að verða sér út um sakavottorð hjá viðkomandi lögregluembætti fyrir námið. Einnig má benda á að við lok náms getur Samöngustofa einnig krafist sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar, vegna útgáfu á flugskírteini.
- Erlendir þegnar frá landi utan EES (ESB) og/eða EFTA sem ætla að búa á Íslandi lengur en þrjá (3) mánuði verða að hafa gild dvalarleyfi. Fáðu nánari upplýsingar um dvalarleyfi og námsleyfi.
Bóklegt nám
Bóklegt atvinnuflugnám tekur tvær annir í staðnámi. Í fjarnámi ráða nemendur sínum námshraða sjálfir en á hverri önn eru staðlotur fyrir alla áfanga. Við bjóðum nemendum að hefja nám að vori, sumri og hausti. Fjarnám er hægt að hefja hvenær sem er. Staðnámið er í höfuðstöðvum Keilis að Ásbrú en þar er að finna fyrsta flokks kennsluaðstöðu, mikið og fjölbreytt skólalíf og mötuneyti.
Allt nám við Flugakademíu Íslands fer fram í vendinámi og því öll nauðsynleg kennsla og námsefni aðgengileg í gegnum fullkomið kennslukerfi Keilis. Eftir að nemandinn kynnir sér efnið er náminu fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans.
Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar sem skiptast niður á tvær og hálfa önn. Námið er kennt virka daga frá 9-16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.
Í fjarnámi er námsgreinunum 14 skipt í A og B hóp áfanga og eru þeir kenndir í staðlotum einu sinni á hverri önn. Yfir vor og haustannirnar hafa fjarnámsnemendur virkan aðgang að kennara fagsins en hægt er þó að hefja nám hvenær sem er.
Námsgreinar
- Lög og reglur um loftferðir og flugaðferðir
- Almenn þekking á loftförum - Skrokkar og kerfi, rafkerfi, hreyflar, neyðarbúnaður
- Mælitæki
- Massi og jafnvægi - Flugvélar/þyrlur
- Afkastageta
- Áætlanagerð
- Mannleg geta og takmörk
- Þekking, geta og viðhorf
- Flugveðurfræði
- Almenn siglingafræði
- Flugleiðsögutækni
- Verklagsreglur í flugi
- Flugeðlisfræði
- Fjarskipti
Bókleg Atvinnuflugmannspróf
Að loknu bóklegu námi og skólaprófum þarf að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein. Hvert skólapróf gildir í 12 mánuði og veitir innan þess tímaramma próftökurétt í bóklegum prófum Samgöngustofu. Nemar hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (4) og hámarksfjölda prófsetna (6). Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi.
Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu skv reglugerð.
Verklegt nám
Verklegt atvinnuflugnám samanstendur af þremur megin áföngum og tekur að jafnaði um 4-8 mánuði. Nemendur geta einnig valið um að taka staka áfanga og geta þá kröfur og umfang náms breyst lítillega.
Blindflugsáritun (IR)
Blindflugsáritunin veitir einka- eða atvinnuflugmanninum réttindi til að fljúga í blindflugsskilyrðum. Áritunin fylgir annaðhvort eins-hreyfils, eða bæði eins- og tveggja hreyfla tegundarárituninni (SEIR - Single-engine instrument rating, eða MEIR - Multi-engine instrument rating)
Námið hefst á um 40 tímum í flughermi, og lýkur á 15 tímum á tveggja-hreyfla DA42 flugvél ásamt færniprófi með prófdómara.
Við upphaf áfanga skal umsækjandi:
- vera handhafi einka- eða atvinnuflugmannsskírteinis (PPL eða CPL)
- hafa flogið að lágmarki 50 cross-country tímum*
Við lok áfanga skal umsækjandi
- hafa lokið að fullnustu ATPL bóklegum prófum hjá samgöngustofu
- ljúka færniprófi með prófdómara
Fjölhreyflaáritun (MEP Class Rating)
Fjölhreyfla áritunin veitir einka- eða atvinnuflugmanninum réttindi til að fljúga fjölhreyfla flugvél. Námið samanstendur af 6 klukkustundum í flugvél ásamt viðeigandi kennslu og kennsluefni, en í beinu framhaldi eru svo verklegir atvinnu- og blindflugsáfangar á tveggja hreyfla vél sem styrkja þekkingu og færni á vélinni frekar.
Við upphaf áfanga skal nemandi:
- vera handhafi einkaflugmannsskírteinis (PPL - Private Pilot License)
- hafa flogið 70 flugtíma sem flugstjóri (PIC - Pilot-in-command)
- hafa flogið 100 flugtíma sem flugmaður