LÍOL2BV05
Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallar atriði hvað varðar líkamann og hvernig hann starfar. Atriði sem farið verður yfir eru: skipulag líkamans og notkun á latneskum orðum yfir áttir og skipulag líkamans, farið yfir efni líkamans, flutningur á efnum milli frumna, vefjagerðir líkamans og starfsemi þeirra.
Í áfanganum er farið yfir þekjuvef, beinvef og liði, vöðvavef (sléttir vöðvar, rákóttir vöðvar og hjartavöðvi), taugavef (taugafrumur, taugaboð, mið- og úttaugakerfið, sympatíska og parasympatíska taugakerfið), blóðvef (blóðfrumur og hlutverk blóðsins) og svo hjartað, bygging þess og starfsemi, hringrás blóðs og stýring á blóðþrýstingi.
Hægt er að skrá sig í áfanga á Fjarnámshlaðborði hvenær sem er. Þegar skráning hefur verið samþykkt fær nemandi sendan innritunarlykil á moodle kennslukerfið. Það getur tekið allt að tveimur virkum dögum. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka áfanganum frá þeirri dagsetningu sem skráningin var send inn á Innu.
Fyrirkomulag
Form áfanga á Fjarnámshlaðborðinu getur verið breytilegt frá einum áfanga til annars og er útskýrt ítarlega í kennsluáætlun áfangans. Því er mikilvægt að fyrsta verk nemandans sé að kynna sér hana. Áfangar innihalda oftast fyrirlestra frá kennara, önnur myndbönd, lesefni, moodle verkefni og önnur skilaverkefni. Áfanganum lýkur svo með lokaverkefni áfangans og munnlegu mati í myndsamtali.
Áætlaður fjöldi vinnustunda nemandans eru 18-24 klukkustundir fyrir hverja einingu. Flestir áfangarnir eru 5 einingar og því er áætlaður vinnustundafjöldi u.þ.b. 100-120 klukkustundir í hverjum áfanga. Markmið áfanganna eru miðuð við Aðalnámskrá framhaldsskólanna og raðast á hæfniþrep samkvæmt henni.