Fara í efni

Umsóknarfrestur um fjarnám í Háskólabrú

Umsóknum í fjarnám Háskólabrúar Keilis hefur fjölgað um 30% milli ára. Enn er hægt að sækja um fyrir næstu önn en námið hefst 4. janúar 2016.

Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám.

Háskólabrú Keilis er vinsælasta frumgreinanám á Íslandi og hafa nú um 1.300 einstaklingar lokið náminu. Af þeim hafa lang flestir haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.