Fara í efni

Fjarnám Háskólabrúar hefst í janúar 2015

Fjarnám í Háskólabrú Keilis hefst næst með hópeflisdegi þann 3. janúar 2015. Umsóknarfrestur er til 15. desember næstkomandi. Hægt er að sækja um hér.

Námsfyrirkomulagið er með þeim hætti að nemendur mæta á staðlotur í upphafi hverrar námslotu. Lokapróf eru yfirleitt haldin fyrir hádegi á fimmtudögum. Staðlotur eru að jafnaði tveir dagar, föstudagur og laugardagur. Æskilegt er að nemendur mæti á staðlotur. Námið fer fram í formi fyrirlestra og verkefna. Lokapróf eða lokaverkefni eru í lok hverrar námsgreinar. Öll lokapróf eru tekin á viðurkenndum prófstöðum.

Fjarnám getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu, haga sínum námstíma eftir þörf í tíma og rúmi. Þannig geta nemendur hlustað á fyrirlestra, fylgst með hvernig stærðfræðidæmi eru reiknuð, lagt málefnum lið á spjallþráðum og spurt spurninga.

Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám.

Nánari upplýsingar um fjarnám Háskólabrúar Keilis