Fara í efni

Afreks- og hvatningasjóður Háskóla Íslands

Undanfarin 16 ár hefur Háskóli Íslands úthlutað styrkjum úr afreks- og hvatningasjóði til nemenda sem ljúka námi á framhaldsskólastigi og stefna á nám í Háskóla Íslands. Nemendur sem hafa lokið námi á Háskólabrú hafa í gegnum tíðina verið í hópi þeirra sem hafa hlotið styrk úr sjóðinum og má þá nefna að þrír nemendur Háskólabrúar sem hlutu styrk á síðasta ári. 

Nám á Háskólabrú er byggt upp í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem er starfandi fagráð. Hlutverk fagráðsins er að tryggja gæði námsins sem og að taka ákvarðanir um breytingar og þróun námsleiðarinnar. Deildir Háskólabrúar vísa því í svið Háskóla Íslands og uppfylla þær kröfur sem settar eru innan þeirra sviða. Verklegir tímar fyrir nemendur í verk- og raunvísindadeild hafa farið fram í rannsóknarstofu Háskóla Íslands skólaárið 2022- 2023 í efnafræði sem er tilraunarverkefni með það að markmiði að bjóða upp á hágæða aðstöðu fyrir tilraunir en jafnframt efla tengingu nemenda við Háskóla Íslands enn frekar.

Á Háskólabrú er hægt er að velja um fjórar mismunandi deildir og þrenns konar form þ.e. staðnám, fjarnám og fjarnám samhliða vinnu sem er ýmist hægt að ljúka á einu til tveimur árum. Allar námsleiðirnar er þó hægt að taka á lengri tíma eftir því sem hentar hverjum og einum nemanda. Námið er lotubundið vendinám þar sem áherslan er að virkja nemendur sem best.

Opið er fyrir umsóknir í nám á Háskólabrú fyrir haust 2023. Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband á netfangið haskolabru@keilir.net eða namsradgjafi@keilir.net.

Sækja um