Fara í efni

Fréttir

Opnir framhaldsskólaáfangar í Keili

Keilir býður upp á röð hnitmiðaðra áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna og byggja á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig hvenær sem þeim hentar.
Lesa meira

Þakkargjörðarmatur í KRÁS

Fimmtudaginn 28. nóvember býður KRÁS - Veitingasala Keilis upp á veglega Þakkargjörðarmáltíð í hádeginu. Boðið verður upp á kalkún, sætar kartöflur, graskersmús, villisveppasósu og pekanböku í eftirrétt.
Lesa meira

Virkir nemendur í Keili með aðstoð vendináms og fjölbreyttrar tækni

Sigrún Svava Ólafsdóttir kennsluráðgjafi fjallar um athyglisverða þróun vendikennslu hjá Keili en allt frá stofnun skólans hefur farið fram öflugt þróunarstarf á sviði náms og kennslu með áherslu á nánd við nemendur og persónulega þjónustu.
Lesa meira

Aldrei fleiri stundað nám í Keili en nú

Í nóvember 2019 voru samtals um eitt þúsund nemendur skráðir í nám og ýmiskonar námskeið á vegum Keilis og hafa aldrei fleiri aðilar lagt stund á nám við skólann en nú.
Lesa meira

Mikil tækifæri Keilis í auknu samstarfi við Kanada

Dr. Douglas Booth, deildarforseti ævintýraleiðsögunáms og ferðaþjónustu við Thompson Rivers University (TRU) í Kanada, fundaði nýverið með forsvarsmönnum Keilis um samstarf skólanna. Frá árinu 2013 hefur háskólinn vottað leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis, en skólinn er viðurkenndur sem einn af leiðandi aðilum á heimsvísu í sérhæfðu leiðsögunámi ævintýraferðaþjónustu.
Lesa meira

Lengdur opnunartími KRÁS

Opnunartími KRÁS (veitingasölu Keilis) hefur verið lengdur og er nú hægt að versla drykki, samlokur, jógúrt og skyr frá kl. 09:00 alla virka daga. Þá er boðið upp á heitan hádegisverð, glæsilegan salatbar og súpu í hádeginu kl. 11:30 - 13:30.
Lesa meira

Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði

Kynningarfundur um undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði árið 2020 verður haldinn 16. október 2019 kl. 17:30 - 19:30 í stofu HT-103 á Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Lesa meira

Brautskráning atvinnuflugnema

Flugakademía Keilis útskrifaði átján atvinnuflugnema laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn. Með útskriftinni hafa samtals 89 atvinnuflugnemar lokið bóklegu námi í skólanum það sem af er ársins og samtals 307 nemendur frá upphafi skólans árið 2009.
Lesa meira

Fundur fagráðs Háskólabrúar

Fagráð Keilis fundaði í Háskóla Íslands 28. ágúst síðastliðinn, þar sem var meðal annars rætt um nýja Menntaskólann á Ásbrú þar sem rúmlega fjörtíu nemendur leggja áherslu á nám í tölvuleikagerð.
Lesa meira

KRÁS - Veitingasala Keilis

KRÁS er veitingaþjónusta Keilis, staðsett í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Markmið þjónustunnar er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á góðan og hollan mat á sanngjörnu verði.
Lesa meira