Fara í efni

Fréttir

Fjölmenn útskrift Keilis

Keilir brautskráði 103 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ föstudaginn 18. janúar. Við athöfnina voru brautskráðir 45 nemendur af Háskólabrú, 28 atvinnuflugmenn, 23 flugvirkjar og sjö nemendur úr fótaaðgerðafræði.
Lesa meira

Takk fyrir okkur

Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Hvernig lítur skólastofan þín út?

Nemendur eiga ekki að þurfa að aðlaga sig að gamaldags skólastofum og úreltum kennsluháttum. Skólinn á að laga sig að þörfum og kröfum nútíma nemenda. Það reynum við að gera í Keili í nánu samstarfi skólastjórnenda, kennara og nemanda.
Lesa meira

Tæknifræðinámið flyst í Menntasetrið við Lækinn

Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands var formlega opnað við hátíðlega athöfn í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði í gær um leið og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu samning um afnot Tæknisfræðisetursins af húsnæði Menntasetursins.
Lesa meira

Menntabúðir á Suðurnesjum

Menntabúðir á Suðurnesjum fara fram þriðjudaginn 27. nóvember en þar geta þátttakendur miðlað reynslu sinni og þekkingu í mennta- og fræðslumálum.
Lesa meira

Keilir og geoSilica í samstarf

Keilir og geoSilica Iceland hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf sem gengur meðal annars út á aðgengi geoSilica að fullkominni efnafræðirannsóknarstofu og sérhæfðum búnaði Keilis, en á móti mun geoSilica taka að sér að kynna skólann þegar tækifæri gefast, t.d. í viðtölum, í fyrirlestrum og á annars konar uppákomum.
Lesa meira

Hlaðborð Keilis - Framhaldsskólaáfangar

Keilir býður nú upp á stutta og hnitmiðaða áfanga á netinu sem miðast við aðalnámskrá framhaldsskólanna og byggja á fyrirliestrum, æfingum og verkefnum. Þeir henta vel þeim sem vilja rifja upp námsefni eða þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms.
Lesa meira

Do As We Say and Not As We Do

Út er komin bókin „The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries - Do As We Say and Not As We Do“ eftir Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, fyrrum starfsmann Keilis, og prófessors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Lesa meira

Farsælu Erasmus+ verkefni lokið

Keilir tók þátt í samstarfsverkefni á vegum Erasmus+ Menntaáætlunar ESB um nýjungar í kennsluháttum, þar á meðal vendinám, til að draga úr brottfalli, auka gæði í kennslu, og innleiða nýjar aðferðir sem taka mið af upplýsingatækni og tölvum í skólastarfi.
Lesa meira

Vöruflutningar og Mannlegi þátturinn

Keilir stendur fyrir tveimur námskeiðum í endurmenntun atvinnubílstjóra á Hoffelli 1. og 2. september. Námskeiðin sem um ræður eru „Vöruflutningar“ og „Mannlegi þátturinn“.
Lesa meira