Fara í efni

Starf umsjónarmanns fasteigna

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs leitar að starfsmanni í 50% stöðu umsjónarmanns fasteigna.

Hlutverk og ábyrgðarsvið

Umsjónarmaður fasteigna hefur umsjón með skólabyggingu, lóð Keilis og umsjón Keilisgarða, nemendagarða Keilis. Auk þess hefur starfsmaðurinn:

  • Ábyrgð á daglegri húsvörslu og umsjón með kerfum húsnæðis Keilis.
  • Umsjón með ýmsum kennslubúnaði og öðrum húsbúnaði sem notaður er í kennslustofum.
  • Halda utan um viðhald, lagfæringar og þrif byggingar, húsbúnaðar og tækja.
  • Eftirlit og almenn húsvörslustörf og gæta þess að umgengnisreglur séu í heiðri hafðar.
  • Úttekt á ástandi fasteigna og gerð viðhalds- og viðgerðaráætlunar.
  • Sinna viðhaldi og lagfæringum ásamt umhirðu á lóð.

Menntunar- og hæfniskröfur

Æskilegt er að umsjónarmaður fasteigna hafi einhverja iðnmennt, en það er þó ekki skilyrði.

  • Reynsla af sambærilegum verkefnum og reynsla af mati á ástandi og viðhaldsþörf fasteigna er kostur.
  • Umsjónarmaður fasteigna skal búa yfir framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileika og færni til að eiga samskipti við þá starfsmenn og nemendur Keilis sem hann þarf að hafa samskipti við dagsdaglega.
  • Frumkvæði og metnaður til þess að kennsluhúsnæði Keilis sé til fyrirmyndar og nýtist nemendum og kennurum sem best.

Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 22. janúar 2020. Við hvetjum jafnt konur sem karla um að sækja um störf hjá Keili.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús B Jóhannesson, forstöðumaður rekstrarsviðs Keilis.

Umsókn um starf