Fara í efni

Jólakveðja frá Keili

Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum nemendum, vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skrifstofa Keilis verður lokuð yfir hátíðirnar frá og með 21. desember. Við opnum aftur miðvikudaginn 2. janúar kl. 9:00.

Verkleg aðstaða og afgreiðsla Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands verður þó opin á þessum tíma, fyrir utan dagana 24. - 26. desember, gamlársdag og nýársdag. Verkleg flugkennsla fer fram á hátíðisdögum samkvæmt bókunum kennara og nema.

Hér fyrir neðan má nálgast nánari upplýsingar um upphaf skólaárs 2020.

  • 6. janúar: Kennsla hefst í ÍAK einka- og styrktarþjálfun.
  • 6. janúar: Kennsla hefst í NPTC einkaþjálfaranámi.
  • 6. janúar: Kennsla hefst í Menntaskólanum á Ásbrú
  • 8. janúar: Námskeið í undirbúningsnámi til inntökuprófs í læknisfræði.
  • 9. janúar: Skólasetning í fjarnámi Háskólabrúar Keilis. 
  • 9. janúar: Nám hefst í einkaflugnámi.
  • 10. janúar: Nám hefst í atvinnuflugnámi.
  • 10. janúar: Kennsla hefst í staðnámi Háskólabrúar Keilis
  • 10. - 12. janúar: Staðlota og fyrsta vinnuhelgi í fjarnámi Háskólabrúar.
  • Upplýsingar um upphaf kennslu í Fótaaðgerðafræði má nálgast hérna.
  • Kennsla deilda í byrjun ársins verður samkvæmt kennslualmanaki.

Þurfir þú að ná sambandi við starfsfólk Keilis á þessum tíma má senda erindið á eftirfarandi netföng: