Fara í efni

Tækifæri til fræðslu og nýsköpunnar

Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða með áherslu á starfsþróun innan ferðaþjónustunnar. Námskeiðin, sem eru í boði bæði á ensku og íslensku, eru kennd í fjarnámi með reglulegum staðlotum í aðalbyggingu Keilis í Reykjanesbæ. Opið er fyrir umsóknir um nám á haustönn en kennsla hefst 1. september næstkomandi.

Nemendum gefst kostur á að sækja stök námskeið eða námslínurnar Betri þjónusta og Betri stjórnun. Námskeið Nýsköpunarakademíunnar eru kennd í vendinám þar sem nemendur fá senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir mæta á staðlotur.

Námið er byggt upp í samræmi við aðalnámsskrá framhaldsskóla og er hvert námskeið samsvarandi fimm framhaldsskólaeiningum. Henta þau starfsfólki í ferðaþjónustu sem vill auka hæfni sýna og skilning á ferðaþjónustu.  Fyrir fólk sem vill vera en betur í stakk búið til að takast á við verkefni í ferðaþjónustu þegar ferðaþjónustan kemst aftur á flug.

Betri þjónusta

Námsleiðin Betri þjónusta er hugsuð fyrir almennt starfsfólk innan ferðaþjónustunnar sem vill bæta við þekkingu sína. Hún inniheldur sex námskeið:

Skráning

Betri stjórnun

Námsleiðin Betri stjórnun er hugsuð fyrir stjórnendur og verkstjóra í ferðaþjónustu sem vilja bæta skilning sinn og leiðtogafærni. Námsleiðin inniheldur 8 námskeið:

Skráning

Tækifæri til fræðslu og nýsköpunnar

Núverandi ástand innan ferðaþjónustunnar felur í sér tækifæri til þess að búa til vettvang þar sem unnið er markvisst að helstu þáttum virðiskeðju ferðaþjónustunnar svo sem fræðslu, nýsköpun, samstarfsverkefnum og framþróun. Að auki hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að hlúa að aðilum ferðaþjónustunnar og skapa frjótt umhverfi þar sem frumkvöðlar og hagsmunaaðilar fá tækifæri til að leiða saman krafta sína.

Þórir Erlingsson, er verkefnastjóri þróunar á námsframboði tengt ferðaþjónustu hjá Keili og veitir hann frekari upplýsingar.

Skoða námsframboð