Fara í efni

Um námskeiðið

OPIÐ FYRIR SKRÁNINGAR Á NÁMSKEIÐIÐ (fyrir prófið 2025)

Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði, tannlæknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði í Háskóla Íslands var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Kennsluefnið er uppfært árlega í samræmi við áherslur fyrri inntökuprófa. Að námskeiðinu kemur breiður og öflugur hópur kennara.

Að skráningu lokinni opnast aðgangur að kennsluvef námskeiðsins sem inniheldur mikið af æfingaefni og því mögulegt að hefja strax undirbúning fyrir inntökuprófið. 

Engin skipulögð dagskrá er fram að áramótum en þátttakendur geta nýtt sér æfingaefnið á kennsluvefnum að vild. Í janúar hefjast svo vikulegir stoðtímar  sem standa fram í apríl. Í stoðtímum verða kennarar með innlögn á efni og dæmatímar fylgja svo í kjölfarið. Í maí hefjast svo daglegir fyrirlestrar sem standa yfir í u.þ.b. tvær vikur.

Enginn skráningarfrestur er á námskeiðið og því mögulegt að skrá sig til leiks hvenær sem er. Námskeiði lýkur formlega þegar síðasti vorfyrirlesturinn hefur farið fram og lokað er fyrir kennsluvefinn eftir að inntökuprófið hefur farið fram í júní. 

Engin verkefnaskil eða próf eru í námskeiðinu, nemendur ákveða sjálfir hvernig þeir nýta sér kennsluefni námskeiðsins.

Streymt er frá öllum fyrirlestrum og upptökur af þeim settar inn á kennsluvefinn. Einnig er í boði að koma fyrirspurnum til kennara í gegnum fjarfundarbúnað í dæmatímum og því geta allir sótt námskeiðið hvar sem þeir eru staddir í heiminum.

Kynningarmyndband

Viðtal við nemanda

Skráning