Fara í efni

Uppbygging námskeiðsins

Námskeiðinu má skipta í fjóra hluta:

    • Kennsluvefur: Við skráningu fá þátttakendur aðgang að kennsluvef námskeiðsins sem inniheldur æfingaefni og upptökur af fyrirlestrum fyrri ára.
    • Handbók námskeiðsins:  "Biblía" námskeiðsins er uppfærð árlega með gagnlegum upplýsingum fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ. Uppfærð útgáfa kemur inn  á kennsluvef námskeiðsins í september ár hvert. 
    • Stoðtímar: Skipulögð dagskrá hefst í janúar með vikulegum stoðtímum, í húsnæði HÍ við Stakkahlíð, sem standa fram í apríl. Fyrri hluti stoðtímanna fer í fyrirlestur en seinni hlutinn í dæmatíma þar sem kennarar og aðstoðarfólk ganga um stofuna og aðstoða við úrlausn úthlutaðra verkefna. Athugið að fyrirlestrarnir eru í beinu streymi og því er námskeiðið aðgengilegt öllum, óháð staðsetningu. Einnig er mögulegt að fá aðstoð í dæmatímum gegnum Teams. Nánari upplýsingar.
    • Vorfyrirlestrar:  Í endaðan maí og fram að Inntökuprófi Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ í júní eru daglegir fyrirlestrar í húsnæði HÍ. Nánari upplýsingar.

Streymt er frá öllum fyrirlestrum og þeir í framhaldi settir inn á kennsluvef námskeiðsins. Einnig er í boði að koma fyrirspurnum til kennara í gegnum fjarfundarbúnað í dæmatímum og því geta allir sótt námskeiðið hvar sem þeir eru staddir í heiminum. 

STOÐTÍMAR  

VORFYRIRLESTRAR

Athugið að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ og bera þátttakendur sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í Inntökuprófið sjálft og greiða fyrir það.