Dagskrá stoðtíma 2025
Stoðtímar skiptast í fyrri hluta og seinni hluta. Fyrri hlutinn er klukkutíma fyrirlestur frá kennara og seinni hlutinn yfirleitt dæmatími úr efni fyrirlestursins. Kennarar námskeiðsins sjá um fyrirlestra og dæmatíma auk hans aðstoða læknanemar við dæmatímana. Dagskráin er birt hér, með fyrirvara um breytingar.
Dæmapakkar með lausnum og upptökum af útreikningum eru settir inn á kennsluvefinn fyrir hvern stoðtíma. Árlega bætist því í dæmapakkasafnið sem er orðið digurt.
Stoðtímarnir byrja klukkan 17:30.
8.janúar - Líffræði I
Farið verðu yfir; vítamín, efni líkamans, sveim, frumur, vefi, efnaskipti og orkubúskap, æxlun, flokkun og vistfræði.
15.janúar - Efnafræði I
Í fyrsta efnafræðistoðtímanum verður lögð megináhersla á lotukerfið, mólreikning og efnajöfnur. Þetta eru grunnatriði efnafræðinnar sem allir verða að hafa á hreinu.
22.janúar - Stærðfræði I
Farið verður yfir helstu atriði varðandi jöfnur, algebru og föll.
29.janúar - Eðlisfræði I
Farið verður í grunnatriði í eðlisfræði og rætt um stærðir og einingar. Við byrjum á hreyfifræði, kraftfræði og farið verður í varðveislu orku og skriðþunga. Gott væri að prenta út formúlublað læknadeildar, til að hafa til hliðsjónar í dæmatímum.
5.febrúar - Íslenska / pallborðsumræður
Farið verður yfir grunnatriði í íslenskri málfærni. Seinni hlutann ætlum við að nota pallborðsumræður þar sem nokkrir læknanemar á fyrsta ári ræða sína nálgun á Inntökuprófið og undirbúning fyrir það.
12.febrúar - Efnafræði II
Í öðrum efnafræðistoðtíma vetrarins verður farið í varmafræði, jafnvægi í efnahvörfum, gasjöfnuna og að lokum skerpt á nokkrum lykilatriðum er varða rafefnafræðina.
19.febrúar - Líffræði II
Farið verður yfir flutning yfir himnur, Na/k-dæluna, myndun boðspennu og lifeðlisfræði helstu líffærakerfa líkamans.
26.febrúar - Stærðfræði II
Farið verður yfir helstu atriði varðandi rúmfræði og hlutföll og hornaföll.
5.mars - Siðfræði / Almenn þekking
Farið er yfir mikilvæg siðfræðihugtök og hvernig best er að leysa siðfræðivandamál. Seinni klukkutíminn er helgaður almennri þekkingu.
12.mars - Eðlisfræði II
Farið verður í þrýsing, lögmál arkimedesar, hringhreyfingu, ljósfræði og varmafræði.
19.mars - Líffræði III
Erfðafræði; líkindareikningur, samsætur, kjarnsýrur, stökkbreytingar, frumuskipting og myndun prótína úr erfðaupplýsingum.
26.mars - Efnafræði III
Í þriðja og síðasta efnafræðitímanum verður lögð áhersla á sýru- og basajafnvægi og lífræna efnafræði. Farið verður yfir lykilatriði og helstu dæmatýpur.
2.apríl - Stærðfræði III
Efni dagsins er talningarfræði, heildun, deildun og markgildi.