Hagnýtar upplýsingar fyrir nemendur í staðnámi 2020

  • Skólasetning fyrir nýnema verður mánudaginn 16. ágúst 2021 kl.10:00. 
  • Starfsmenn Háskólabrúar, námsráðgjafar og tæknimenn munu vera til staðar og svara spurningum.
  • Hópefli frá kl. 13.00-16.00.

Almennar upplýsingar fyrir nemendur má nálgast á nemendasíðum Keilis

Nemendaskírteini

Hægt er að fá nemendaskírteini með mynd, nafni og kennitölu. Ef þið óskið eftir nemendaskírteini þá getið þið nálgast þau í móttökunni.

Dagskrá fyrstu kennsluviku

Í fyrstu vikunni er farið yfir skipulag skólans, námsins og hópnum hrist saman. Kennarar kynna sína námsgrein, kennsluáætlanir og vinnulag. Mikilvægt er að allir mæti með tölvur sínar með sér þar sem tölvudeildin mun fara yfir helstu atriði varðandi notkun tölva hér við skólann. Þá verður nemendum veitt kennsla og aðgangur á Moodle, kennslukerfi Keilis. Þessi vika hefur reynst nemendum dýrmæt í reynslubankann og góð byrjun á krefjandi og skemmtilegu námi.

Hvernig tölvu og hugbúnað þarf ég?

Nemendur þurfa að vera með Office (2016) uppsett á tölvum sínum. Þeir nemendur sem þess óska geta fengið aðgang að Office 2016 og veitir tölvudeildin allar nánari upplýsingar hvað það varðar. Vert er að benda á að upplýsingatækni er kennd á office umhverfið í PC tölvum og því eru þær tölvur hentugri til námsins þó svo bæði gangi að nota PC og Apple tölvu. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac office uppsett á vélunum hjá sér og gera ráð fyrir því að sum verkefni séu tímafrekari í vinnslu. 

Skólinn býður nemendum sem eiga við námsörðuleika að stríða upp á að nota vital talgervil. Nemendum er bent á að til að nota hugbúnaðinn þarf PC tölvu, hugbúnaðurinn virkar ekki í Apple tölvum. Nánari upplýsingar um tölvuþjónustuna má finna hér 

Handbækur nemenda

Hér má nálgast handbækur nemenda í Keili.