10.03.2014
Nemendur í íslensku við Háskólabrú Keilis heimsóttu á dögunum Gljúfrastein ? heimili Nóbelskáldsins Halldórs Laxness í Mosfellsdal.
Þar fengu þeir mjög góðar móttökur og kynntust skáldinu, lífinu í dalnum og heimilislífinu á Gljúfrasteini í tíð Halldórs og Auðar Sveinsdóttur, konu hans. Ekki var annað að sjá en að nemendur skemmtu sér vel og nytu heimsóknarinnar, og hugðust sumir jafnvel stinga sér til sunds í sundlaug skáldsins.