Fara í efni

Hagnýt notkun einingahringsins

Einingahringurinn í verki
Einingahringurinn í verki

Nemendur í Verk- og raungreinadeild Háskólabrúar kíktu á dögunum í heimsókn í tæknifræðinám Keilis, en þar er boðið upp á þriggja ára BSc nám í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði í samstarfi við Háskóla Íslands.

Kennarar tóku vel á móti nemendum og sýndu þeim meðal annars hagnýta notkun einingahringsins þar sem m.a. notast var við vatn, LED ljós og magnara. Til upprifjunar þá eru margar skilgreiningar á hornaföllum og almenna skilgreiningin er að skilgreina föllin sínus og kósínus sem hnit punkts á ferli einingarhrings, þannig að hornið sem miðað er við myndist á milli pósitífa hluta x-ássins og radíuss til punktsins.

Nemendur höfðu á orði að þetta væri áhugaverð leið til að blanda saman verklegri og bóklegri kennslu í stærðfræði.