Fara í efni

Heilsuakademía Keilis sér um rekstur Vinnuverndarskóla Íslands sem veitir sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu, miðaða að þörfum hvers fyrirtækis. Námið fer fram í formi opinna fjarnámskeiða þar sem menn geta stundað nám sitt óháð tíma og rúmi, og þannig aflað sér starfstengdra réttinda án þess að þurfa að vera frá vinnu. Þessari tegund fræðslu hefur verið tekið mjög vel af atvinnulífinu og sífellt fleiri sem nýta sér þetta fyrirkomulag - enda mikið hagræði bæði fyrir starfsmanninn og fyrirtækið.

Skoða vinnuverndarnámskeið

Vinnuvernd 101

Námskeiðið Vinnuvernd 101 fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Námið er einnig í boði á ensku.

Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk vinnustaða til að allir hafi breiða almenna þekkingu á vinnuvernd og öryggsimálum. Fjallað verður um það sem lög og reglugerðir segja að allir vinnustaðir verði að uppfylla.

Nánari upplýsingar

Brúkrananámskeið

Brúkrananámskeið vinnuverndarskólans veitir réttindi á brúkrana í skráningarflokki C. Námskeiðið fer alfarið fram á netinu og hægt er að byrja það hvenær sem er, taka það á sínum hraða og lært þegar tími gefst. Tilvalið að taka námskeiðið með vinnu.

Námskeiðið er einnig í boði á ensku og pólsku.

Nánari upplýsingar

Grunnnámskeið vinnuvéla

Grunnnámskeið vinnuvéla veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar. Að námskeiði loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda. Námskeiðið er allt á netinu fyrir utan prófið sjálft. Hægt er að hefja námskeiðið hvenær sem er, taka það á sínum hraða og lært þegar tími er bestur. Hentugt fyrir vinnandi fólk. Boðið er upp á námsaðstoð og hvatningu fyrir þá sem að þurfa.

Námskeiðið er einnig í boði á ensku og pólsku.

Nánari upplýsingar

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi við vélar. Einnig verður fjallað ítarlega um gerð áhættumats á vinnustöðum. Námskeiðið fer eingöngu fram á netinu þar sem hver og einn þátttakandi fer á sínum hraða í gegnum efnið. Námskeið þetta byggist á fyrirlestrum, verkefnavinnu á netinu og stuttum krossaspurningum.

Nánari upplýsingar

Hreinlæti og sóttvarnir á vinnustöðum

Vinnuverndarskóli Íslands og AÞ-þrif hafa í sameiningu mótað námskeið um hreinlæti og sóttvarnir á vinnustöðum. Námskeiðið er alfarið kennt á netinu, það er stutt, einfalt og lýkur með krossaprófi. Námsefnið samanstendur af fyrirlestrum og ítarefni með myndböndum.

Hentar fyrir alla starfsmenn.

Nánari upplýsingar

Vantar þig frekari upplýsingar?