Öryggi er allra mál
Heilsuakademía Keilis sér um rekstur Vinnuverndarskóla Íslands sem veitir sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu, miðaða að þörfum hvers fyrirtækis. Námið fer fram í formi opinna fjarnámskeiða þar sem menn geta stundað nám sitt óháð tíma og rúmi, og þannig aflað sér starfstengdra réttinda án þess að þurfa að vera frá vinnu. Þessari tegund fræðslu hefur verið tekið mjög vel af atvinnulífinu og sífellt fleiri sem nýta sér þetta fyrirkomulag - enda mikið hagræði bæði fyrir starfsmanninn og fyrirtækið.