- 5 stk.
- 17.08.2018
Keilir brautskráði sextán nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 17. ágúst. Með útskriftinni hafa alls 166 nemendur lokið Háskólabrú á þessu ári. Um þessar mundir eru tíu ár frá fyrstu útskrift Háskólabrúar Keilis og hafa samtals 1.701 lokið náminu á þessum tíma. Heildarfjöldi umsókna í Háskólabrú í ár er sambærilegur og árið 2017 og er þetta annað árið í röð þar sem metfjöldi umsókna berst í námið.