Fara í efni

Útskrift úr deildum Keilis í janúar 2022

Föstudaginn 14. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr Háskólabrú og fótaaðgerðafræði frá Heilsuakademíu Keilis.

Útskriftin fer fram kl. 15:00 í Hljómahöll í Reykjanesbæ.

Skráning í athöfnina hefur farið fram á síðustu vikum og er nauðsynlegt að hafa skráð sig á þeim tíma til þess að mæta. Að auki þurfa allir sem mæta í útskrift að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf sem má ekki vera eldra en 48 klst. og tekið á viðurkenndum stað, eða vottorði um nýlega covid-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).

Athöfnin verður einnig sýnd í beinu streymi og er hægt að nálgast hlekk á streymið hér.