22.05.2014
Háskólabrú Keilis útskrifar nemendur úr staðnámi á Akureyri í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, fimmtudaginn 5. júní kl. 17:00.
Í júní verða þrjár útskriftir hjá Keili, ein á Akureyri í Samkomuhúsinu og tvær á Ásbrú í Andrews Theatre. Gert er ráð fyrir 1-2 gestum með hverjum útskriftarnema, velji nemar að koma með fleiri gætu þeir þurft að standa. Áætlað er að hver athöfn taki um klukkustund. Nemendur eru beðnir um að senda póst á utskrift@keilir.net til að skrá sig í útskrift, vinsamlega takið fram fjölda gesta og ef þið áætlið að útskrifast frá Akureyri.
Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um hverja útskrift
- Fimmtudaginn 5. júní kl. 17:00 í Samkomuhúsinu á Akureyri.
- Föstudaginn 20. júní kl. 14:00 í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ. Útskriftarnemendur mæta kl. 13:00, vegna myndatöku og æfingar. Útskrifað verður af eftirfarandi námsbrautum: Háskólabrú, ATPL og ÍAK.
- Föstudaginn 20. júní kl. 16:30 í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ. Útskriftarnemendur mæta kl. 15:30, vegna myndatöku og æfingar, gestafjöldi er ekki takmarkaður. Útskrifað verður af eftirfarandi námsbrautum: Tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands, ásamt nemendum úr Adventure Sport Certificate námi Keilis og Thompson Rivers University.