Fara í efni

Útskrift af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis

Útskrift nemenda af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú föstudaginn 16. ágúst næstkomandi.

Athöfnin hefst kl. 15:00 en nemendur þurfa að mæta kl. 14:00 í myndatöku og æfingu. Áætlað er að athöfnin taki um klukkustund.

Nemendur eru beðnir um að senda póst á utskrift@keilir.net til að skrá sig í útskrift. Vinsamlegast takið fram fjölda gesta.