Fara í efni

Skólasetning í Háskólabrú Keilis

Skólasetningin fer fram í aðalbyggingu Keilis
Skólasetningin fer fram í aðalbyggingu Keilis

Skólasetning á Háskólabrú verður föstudaginn 21. ágúst kl. 10:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. 

Í fyrstu vikunni er farið yfir skipulag skólans, námsins og hópnum hrist saman. Kennarar kynna sína námsgrein, kennsluáætlanir og vinnulag. Kynning verður á bókasafninu og meðferð upplýsinga, einnig mun námsráðgjafi kynna þá þjónustu sem er í boði. Mikilvægt er að allir mæti með tölvur sínar með sér þar sem tölvudeildin mun fara yfir helstu atriði varðandi notkun tölva hér við skólann. Þá verður nemendum veitt kennsla og aðgangur á Moodle, kennslukerfi Keilis. Þessi vika hefur reynst nemendum dýrmæt í reynslubankann og góð byrjun á krefjandi og skemmtilegu námi.

Upplýsingar fyrir nýnema má nálgast hérna. Almennar upplýsingar fyrir nemendur má nálgast á nemendasíðum Keilis.