Fara í efni

Nýr verkefnastjóri á Háskólabrú

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir tekur við stöðu verkefnastjóra á Háskólabrú. Verkefnastjóri tekur þátt í undirbúningi, skipulagningu og þróun á námi Háskólabrúar.

Ingibjörg hefur lokið mastersgráðu í Mannauðsstjórnun og bakkalár í Félagsfræði. Þá er hún nokkuð kunnug staðháttum við Keili þar sem hún hefur einnig lokið ÍAK einkaþjálfaranámi og hefur hún nokkra reynslu af kennslustörfum og þjálfun. 

Við bjóðum Ingibjörgu hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins.