Fara í efni

Nýr forstöðumaður Háskólabrúar Keilis

Berglind Kristjánsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Háskólabrúar Keilis, en hún tekur við starfinu af Soffíu Waag Árnadóttur sem hefur hafið störf á öðrum vettvangi.

Berglind er útskrifaðist úr Kennaraháskólanum árið 2005 og hóf störf sem grunnskólakennari í Njarðvíkurskóla sama ár þar sem hún sinnti  aðallega umsjónar- og stærðfræðikennslu á unglingastigi. Þá var hún fagstjóri í stærðfræði á árunum 2012 - 2015.

Berglind hefur starfað sem verkefnastjóri á Háskólabrú frá því í ágúst 2015.