Fara í efni

Nám hefst næst á Háskólabrú í janúar

Nám á Háskólabrú hefst næst í janúar 2023. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír.

Á vorönn er boðið upp nám á Háskólabrú í fjarnámi eða með vinnu á þremur mismunandi deildum: félagsvísinda- og lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild ásamt verk- og raunvísindadeild. Einnig er boðið upp á viðbótarnám við stúdentspróf á verk- og raunvísindadeild sem hentar þeim nemendum sem lokið hafa stúdentsprófi en vilja styrkja sig í raunvísindum.

Þeim sem vantar allt að 20 framhaldsskólaeiningar til að hefja nám á Háskólabrú Keilis stendur til boða að taka Háskólabrú með undirbúningi. Þar er hægt að sækja undirbúningsáfanga á fjarnámshlaðborði MÁ og hefja nám á Háskólabrú í framhaldinu.

Sækja um