Fara í efni

Kynningarfundur á Skagaströnd

Keilir verður með kynningu á fjar- og staðnámi við skólann á opnum fundi um menntamál fullorðinna á Skagaströnd, miðvikudaginn 9. mars næstkomandi.

Fundurinn er á vegum áhugahóps um menntun og framfarir, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagaströnd og Farskólann á Sauðárkróki og fer fram í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd klukkan 17:30.

Fulltrúar nokkurra skóla munu, ásamt Keili, kynna fjarnám og staðarnám. Eftir stuttar framsögur munu fulltrúarnir sitja fyrir svörum og svo verður hægt að fá að hitta fulltrúana einslega ef þess er þörf.

Einnig mætir á fundinn fulltrúi frá verkalýðsfélaginu Samstöðu sem mun kynna möguleika á námsstyrkjum frá hinum ýmsu stéttarfélögunum. 

Fundurinn er öllum opinn og allir Skagstrendingar og nærsveitamenn eru hvattir til að láta ekki þetta tækifæri, til að kynnast menntunarmöguleikum sínum, sér úr greipum ganga.