29.10.2015
Keilir verður með kynningu á fjarnámi í Háskólabrú Keilis (bæði með og án vinnu) á Norðurlandi 3. - 4. nóvember næstkomandi. Við verðum á eftirtöldum stöðum:
- Farskólanum á Sauðárkróki, Faxatorgi, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12:15 - 13:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.
- Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði, Gránugötu 24, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 17:00 - 18:00.
- SÍMEY á Akureyri, Þórsstíg 4, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 17:00 - 18:00.
Allir velkomnir.
Fjarnám í Háskólabrú Keilis
Háskólabrú á einu ári eða með vinnu á tveimur árum
Fjarnám Háskólabrúar Keilis tekur 2-3 annir og er umsóknarfrestur fyrir vorönn 2016 til 14. desember næstkomandi. Keilir býður einnig upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára en um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða vilja taka sér lengri tíma í námið. Háskólabrú með vinnu er kennt í fjarnámi og hefst námið föstudaginn 27. nóvember næstkomandi.
Nánari upplýsingar um Háskólabrú Keilis á www.haskolabru.is