Fara í efni

Kynning á námi í Keili

Kynningarfundur um Háskólabrú Keilis verður haldinn á Egilsstöðum, föstudaginn 28. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í Austurbrú, Tjarnarbraut 39e, kl. 12:45 - 13:45 og eru allir velkomnir. 

Háskólabrú Keilis er krefjandi undirbúningur fyrir háskólanám og er eina aðfaranámið á Íslandi sem er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands. Að loknu námi hafa nemendur öðlast ígildi stúdentsprófs sem gildir í háskóla hérlendis og erlendis. Yfir þúsund einstaklingar hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis síðan skólinn hóf starfsemi og hafa langflestir haldið áfram í nám á háskólastigi. Metnaður nemenda okkar til áframhaldandi náms er því skýr og reynsla þeirra af námi í Háskólabrú Keilis reynst mikilvægt veganesti til að takast á við fjölbreytt nám á háskólastigi. 

Umsóknarfrestur um nám á haustönn 2014 er til 10. júní næstkomandi.