Fara í efni

Háskólabrú á Norðurlandi

Langar þig að sækja staðnám í Háskólabrú Keilis á Norðurlandi? Haustið 2016 verður boðið upp á staðnám á Ásbrú og á Akureyri í samvinnu við SÍMEY.

 
Háskólabrú er fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla útskrifaðir nemendur inntökuskilyrði í háskóla bæði hérlendis og erlendis. Yfir 1.400 einstaklingar hafa lokið náminu og hafa lang flestir þeirra haldið áfram í háskólanám.
 
Nánari upplýsingar á www.haskolabru.is og á www.simey.is.