Fara í efni

Fyrsta vinnuhelgi í Háskólabrú með vinnu

Frá hópeflisdegi í Háskólabrú Keilis
Frá hópeflisdegi í Háskólabrú Keilis

Við bjóðum nýnema í fjarnámi Háskólabrúar með vinnu velkomna í Keili föstudaginn 28. nóvember kl. 10:00 - 16:00 og laugardaginn 29. nóvember kl. 9:00 - 16:00. Við minnum nemendur á að hafa fartölvuna meðferðis sem og bækur í áfanga í Upplýsingatækni (UPT).

Þó svo að fyrsta vinnuhelgi í fjarnámi Háskólabrúar með vinnu sé þessa daga, er hægt að sækja um námið til 15. desember næstkomandi. Upphaf námsins verður þá í byrjun janúar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Keilis.