Fara í efni

Nám á haustönn 2015

Líkt og undanfarin ár hefur mikill fjöldi umsókna borist í nám hjá Keili á haustönn, en ennþá er þó hægt að sækja um nám í einstökum deildum. 

Þessa dagana er verið að vinna úr umsóknum og hvetjum við áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst þannig að hægt verði að afgreiða fyrirspurnir áður en sumarleyfi hefst í næsta mánuði.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Keilis í síma 578 4000 eða á netfangið keilir@keilir.net.