Umsagnir nemenda Háskólabrúar

Hér má lesa umsagnir nemenda úr stað- og fjarnámi Háskólabrúar Keilis.

 • Þorbjörg Guðmundsdóttir - Fjarnám Háskólabrúar

  Þorbjörg Guðmundsdóttir útskrifaðist úr fjarnámi Háskólabrúar Keilis veturinn 2016.

  Þorbjörg segir að dvölin í Keili hafi verið stórkostlegt ævintýri. „Hér er ótrúlegt starfsfólk, kennarar og námsráðgjafar sem halda ótrúlega vel utan um mann. Ég eignaðist marga vini í Keili, vinátta sem er fyrir lífstíð. Ég trúði því í raun ekki að ég ætti eftir að fara aftur í nám. Mig langði mikið, en ég trúði því bara eiginlega ekki að ég gæti það. En ég hafði rangt fyrir mér - hér fann ég sjálfstraustið til þess að takast á við námið.“

  Myndband: „Hér er ótrúlegt starfsfólk“

 • Pétur Kári Olsen - Staðnám Háskólabrúar

  Pétur Kári Olsen lauk námi í Háskólabrú Keilis árið 2016. 

  Um leið og ég gekk inn í Keili þá fann ég þessa tilfinningu að hér ætti ég að vera. Það var einstakt andrúmsloft í Keili, og þar eru einstakir kennarar með mikinn metnað. Ég minnist þess sérstaklega að í náminu þá héldust allir í hendur og studdu við bakið hverjir á öðrum. Við vorum eins og ein stór fjölskylda og ég sakna samnenenda minna í dag af því að námstíminn í Keili var einn skemmtilegasti tími lífs míns. Alveg einstaklega skemmtilegt ferðalag.

  Myndband: „Það var einstakt andrúmsloft í Keili“

 • Sigrún Elísabeth Arnardóttir - Fjarnám Háskólabrúar

  Sigrún Elísabeth Arnardóttir er tíu barna móðir og býr á Eyjanesi í Hrútafirði. Hún lauk Háskólabrú í fjarnámi árið 2014.

  „Ég var búin að gefa upp alla von að fara í nám. Að hafa fengið þetta tækifæri í Keili að læra að læra hefur fleytt manni ótrúlega áfram.“ Að námi loknu nám tók hún grunnnám í sálfræði í fjarnámi Háskólans á Akureyri og framhaldsnám í Háskóla Íslands.

  Myndband: „Ég var búin að gefa upp alla von að fara í nám“

 • Páll Valur Björnsson - Staðnám Háskólabrúar

  Páll Valur var í fyrsta nemendahóp Háskólabrúar Keilis og lauk námi árið 2008.

  „Ég var 45 ára og átti mér þann draum að fara í nám. Ég stökk á tækifærið þegar það bauðst hjá Keili og sé ekki eftir því. Námið breytti lífi mínu. Ég öðlaðist ofboðslega víðsýni og lærði miklu meira á lífið – lærði meðal annars að meta skoðanir annarra. Þetta var ævintýralega skemmtilegur vetur. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð og skólinn á stóran hlut í hjarta.““

  Myndband: „Ég eignaðist vini fyrir lífstíð“

 • Fida Muhammed Abu Libdeh - Staðnám Háskólabrúar

  Fida lauk námi á Háskólabrú 2008 auk tæknifræðináms á vegum Háskóla Íslands og Keilis 2012.

  Fida Muhammed Abu Libdeh hóf nám í Háskólabrú á fyrsta starfsári Keilis árið 2007. Þar á eftir kláraði hún BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili sumarið 2012. Nú rekur hún, ásamt samnemanda úr tæknifræðinámi Keilis, sprotafyrirtækið GeoSilica Iceland sem vinnur kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum. 

  Fida er frábært dæmi um manneskju sem nýtti sér til fullnustu nýtt tækifæri til náms og þá möguleika sem henni stóðu til boða.

  Myndband: „Keilir byggði á styrkleikum mínum en ekki veikleikum“

 • Víðir Pétursson - Fjarnám Háskólabrúar

  Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016.

  Víðir hafði rekið fyrirtæki í 20 ár þegar hann langaði til að breyta til. „Mig langaði að bæta við mig í námi fara úr viðskiptahlutanum og meira yfir í tækni og þurfti því betri aðgang að háskóla og þá varð Keilir fyrir valinu. Námsaðferðirnar hér henta mér mjög vel, þetta vendinám er alger snilld og það að geta stjórnað náminu sínu alveg sjálfur og verið síðan í verkefnavinnu með kennurum, það er rétta leiðin. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“

  Myndband: „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið“

 • Margrét Kristín Pálsdóttir - Staðnám Háskólabrúar

  Margrét útskrifaðist af Háskólabrú árið 2008.

  „Ég var í hópi fyrsta útskriftarárgangs Háskólabrúar Keilis 2008, þar sem lagður var ómetanlegur grunnur að frekari námi. Námið var í senn krefjandi og skemmtilegt og upp úr stóð það frábæra fólk sem við skólann starfaði sem og samnemendur mínir er margir hverjir teljast til minna bestu vina í dag.

  Eftir útskrift frá Keili lá leið mín í Háskólann í Reykjavík að nema lögfræði, þar sem ég kláraði BA-gráðu 2011 og ML-gráðu 2013. Fyrir og eftir útskrift hef ég starfað hjá innanríkisráðuneytinu sem lögfræðingur á sviði lögreglumála og í málefnum landamæra.“