Mikil ásókn í Háskólabrú Keilis

Mikil ásókn hefur verið í Háskólabrú Keilis á undanförnum árum og hefur umsóknum fjölgað milli ára bæði á haustönn og vorönn. Á annað hundrað umsóknir hafa borist í fjarnám Háskólabrúar á komandi skólaári og hefur fjöldi umsókna í byrjun desember aldrei verið meiri en í ár. 

Starfsfólk Háskólabrúar og námsráðgjafar Keilis vinna þessa dagana úr umsóknum og eru allir umsækjendur sem uppfylla skilyrði boðaðir í persónuleg inntökuviðtöl. Vegna fjölda umsókna biðjum við umsækjendur um að sýna biðlund á meðan unnið er úr innsendum gögnum.

Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Samtals hafa yfir tvö þúsund einstaklingar lokið náminu og hefur mikill meirihluti þeirra haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír.   

Næst verður boðið upp á Háskólabrú í stað- og fjarnámi, bæði með og án vinnu, á haustönn 2021. Umsóknarfrestur er í byrjun júní og hvetjum við áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst, þar sem búist er við áframhaldandi fjölgun umsókna í námið.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólabrúar.