23.08.2011
Skólasetning Háskólabrúar fór fram þann 22. ágúst. Nú hefst spennandi kynningarvika þar sem farið verður yfir skipulag skólans, kennarar kynna starf vetrarins og nemendur ná að hristast saman í öflugu hópefli.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá 29. ágúst. Aldrei fyrr hafa borist jafn margar umsóknir á Háskólabrú og komust færri að en vildu.
Við bjóðum þennan öfluga nemendahóp velkomin og hlökkum til samstarfsins í vetur.