Fara í efni

Afmælisgleði á Ásbrú

Á laugardaginn síðasta var mikið um að vera í höfuðstöðvum Keilis á Ásbrú í tilefni 15 ára afmælis miðstöðvarinnar.

Gestir á öllum aldri gerðu sér ferð á Ásbrú og nutu veitinga, fóru í prufumeðferð í fótaaðgerðafræði, flugu flughermum, prófuðu aðbúnað einka- og styrktarþjálfunar, leiðsögunáms og Vinnuverndarskólans. Einnig voru margir sem spreyttu sig á tölvuleikjum nemenda Menntaskólans á Ásbrú og gæddu sér á vöfflum nemendafélagsins sem safna fyrir útskriftarferð sinni í vor en þess má geta að áætluð útskrift fyrsta nemendahóps MÁ er í vor.

Gestir sátu einnig kynningar á námsframboði Háskólabrúar, Heilsuakademíu, Flugakademíu og Menntaskólans á Ásbrú og nutu nútímalegrar aðstöðu skólans og spjölluðu við nemendur, starfsfólk og kennara.

Mikil aðsókn hefur verið í nám frá Keili og hafa frá árinu 2007 rúmlega 4300 manns útskrifast af 20 brautum frá Keili og í dag eru núverandi nemendur á annað þúsund í skólum Keilis.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta aftur í nýnemahópum haustannar.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á haustönn í Háskólabrú, ÍAK einka- og styrktarþjálfun, Adventure Guide Certificate og einka- og atvinnuflugnám.

Innritun nemenda í Menntaskólann á Ásbrú hefst 25. apríl og lýkur 10. júní.

Einnig er hægt að skrá sig á stök námskeið Vinnuverndarskólans, í áfanga á fjarnámshlaðborði MÁ og námskeið Flugakademíunnar.