Fara í efni

Bóklegt nám hjá Keili í fjarnám

Myndin er frá Almannavörnum ríkislögreglustjóra og sýnir vettvang aðgerða við lagfæringar hitaveituk…
Myndin er frá Almannavörnum ríkislögreglustjóra og sýnir vettvang aðgerða við lagfæringar hitaveitukerfisins við Svartsengi.

Keilir byrjar vikuna á fjarnámsaðstæðum í bóklegu námi vegna stöðunnar í hitaveitumálum á Reykjanesi. Gera má ráð fyrir fjarnámi áfram þar til búið er að koma hitaveitunni í lag. Nemendaþjónusta er opin og aðgengi að námsráðgjöfum, kennurum og allri þjónustu færist í rafræn samskipti í tölvupósti og innri spjallvef á Teams eða í síma á tímabilinu.

Nemendur eru beðnir um að fylgjast með tölvupóstum í skólanetfangi sínu daglega m.t.t. framvindu mála.