Fara í efni

Staðnám á Ásbrú á Valentínusardaginn

Starfssemi Keilis færist í hefðbundið form frá og með morgundeginum, miðvikudag 14.febrúar. Nemendur og starfsmenn klára því daginn í fjarvinnu en þeir nemendur sem eru í skipulögðu staðnámi mæta í hús á morgun.

Nemendaþjónusta er eftir sem áður opin í dag og aðgengi að námsráðgjöfum, kennurum og allri þjónustu í tölvupósti, á teams spjalli og síma. Keilir sendir sínar bestu þakkir og hrós til aðila sem unnu að viðgerð á hitaveitulögnum og öllum viðbragðsaðilum á svæðinu fyrir þeirra mikilvægu störf.