19.09.2022
Í október mun Flugakademía Íslands bjóða upp á kynningarfundi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um flugnám.
Lesa meira
19.09.2022
Miðvikudaginn 14. september síðastliðinn fór fram sameiginleg kynning Flugakademíunnar og Icelandair á atvinnuflugmannsnámi á Íslandi. Mikill áhugi virðist vera fyrir atvinnuflugmannsnámi sem sýndi sig í þeim fjölmenna hópi sem mætti á kynninguna. Kynningin fór fram í húsakynnum Icelandair þar sem Óskar Pétur Sævarsson, forstöðumaður Flugakademíu Íslands, ávarpaði hópinn og kynnti námsframboð, vélakost og aðstöðu Flugakademíunnar.
Lesa meira
07.09.2022
Miðvikudaginn 14. september næstkomandi mun Flugakademía Íslands í samstarfi við Icelandair bjóða upp á kynningu á flugnámi í húsnæði Icelandair að Flugvöllum í Hafnarfirði. Kynningin byrjar kl. 17.00 og verður farið yfir þær leiðir sem í boði eru til atvinnuflugnáms á Íslandi.
Lesa meira
15.08.2022
Flugbúðir Flugakademíu Íslands fóru fram dagana 9. - 11. ágúst þar sem farið var yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Flugbúðirnar eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-16 ára sem hafa áhuga á flugi og flugtengdum málum til þess að spreyta sig og fá betri innsýn í flugheiminn. Í ár voru um 20 þátttakendur og fengu allir tækifæri á að fara í flughermi Flugakademíunnar, fara í vettvangsferðir sem og að sitja fyrirlestra í flugtengdum fögum.
Lesa meira
22.07.2022
Aron Björn Heiðberg Steindórsson útskrifaðist á dögunum úr bóklegu atvinnuflugmannsnámi hjá Flugakademíu Íslands. Í útskriftarathöfninni sjálfri uppgötvaðist það fyrir tilviljun að Aron Björn væri fyrsti útskrifaði atvinnuflugmaðurinn hjá Flugakademíunni sem byrjaði upphaflega í Flugbúðum Flugakademíunnar sem barn. Fyrstu Flugbúðir Flugakademíunnar voru haldnar árið 2013 og var Aron meðal fyrstu barna til að sækja Flugbúðirnar, þá aðeins 11 eða 12 ára gamall, en hann fékk undanþágu til að taka þátt í Flugbúðunum.
Lesa meira
21.07.2022
Flugakademía Íslands mun heiðra Ernu Hjaltalín, mikinn frumkvöðul í íslenskri flugsögu, fimmtudaginn 28. júlí næstkomandi. Á þessum degi mun Flugakademían nefna eina af kennsluvélum skólans eftir Ernu og verður athöfnin haldin í verklegri aðstöðu Flugakademíu Íslands á Reykjavíkurflugvelli.
Lesa meira
19.07.2022
Opið er fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám sem hefst haustið 2022 til 29. júlí n.k.
Lesa meira
04.07.2022
Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 16 ára dagana 9. - 11. ágúst næstkomandi. Flugbúðirnar eru tilvalinn vettvangur fyrir þau sem hafa brennandi áhuga á flugi og fugtengdum málum sem og þau sem hyggja á flugnám í framtíðinni til þess að spreyta sig og fá betri innsýn inn í flugheiminn.
Lesa meira
30.06.2022
Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur. Anthony var með 9,48 í meðaleinkunn og fékk hann gjöf frá Icelandair og Play í verðlaun. Við fengum Anthony til okkar í viðtal og fengum að vita hvað liggur á bakvið flugáhugann, árangurinn og hver framtíðarplön hans eru.
Lesa meira
14.06.2022
Flugakademía Íslands útskrifaði 32 atvinnuflugmenn við hátíðlega athöfn í Hljómahöll á föstudaginn var. Óskar Pétur Sævarsson, nýráðinn skólastjóri Flugakademíu Íslands flutti ávarp og veitti viðurkenningar ásamt Davíð Brá Unnarssyni, fráfarandi skólastjóra og núverandi yfirkennara bóklegrar kennslu Flugakademíunnar.
Lesa meira